Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
   mán 10. mars 2014 15:15
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Gregg Ryder: Höfum prófað hnefaleika og jóga
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gengur vel og er á réttri leið," segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. Þessi ungi Englendingur var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

Hann var ráðinn aðalþjálfari Þróttar síðasta haust eftir að hafa verið í þjálfarateymi ÍBV í fyrra. Hann segir að fjölbreytnin hafi ráðið ríkjum á undirbúningstímabilinu.

„Við höfum prófað ýmislegt. Hlaupaþjálfari hefur farið yfir hlaupastílinn, við höfum prófað hnefaleika og farið í jóga vikulega. Þetta hefur verið öðruvísi fyrir strákana en þeir njóta þess. Þjálfarinn sem hefur verið með okkur í hnefaleikunum hefur þjálfað Gunnar Nelson," segir Ryder.

Hann segist ætla að bæta við 3-4 leikmönnum áður en tímabilið hefst.

„Þegar ég tók við liðinu vissi ég ekki hvort það þyrfti að styrkja liðið en ég býst við að leikmannahópurinn verði klár bráðlega. Þessir menn sem þegar hafa komið hafa staðið sig vel og ég er ánægður með þá."

Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar talar hann meðal annars um það hvernig er að vera þjálfari sem er yngri en hluti af leikmönnum liðsins.
Athugasemdir
banner
banner