Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. apríl 2021 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona vildi fá víti - Braithwaite stakk sér til sunds
Mynd: Getty Images
Real Madrid lagði Barcelona að velli í einum skemmtilegasta El Clasico leik síðustu ára í kvöld.

Barcelona setti mikla pressu á að ná inn jöfnunarmarki undir lokin og átti hinn efnilegi Ilaix Moriba sláarskot undir blálokin.

Barcelona vildi fá vítaspyrnu þar áður þegar danski sóknarmaðurinn Martin Braithwaite féll í teignum eftir að Ferland Mendy setti hendurnar að honum í teignum.

Það var ekki mikið í þessu en Börsungar vildu samt sem áður fá víti á þetta. Braithwaite féll með miklum tilþrifum og má segja að hann hafi stungið sér til sunds í rigningunni.

Hægt er að sjá myndband af þessu atviki hérna:


Athugasemdir
banner
banner