Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. apríl 2021 19:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel: Við vorum mjög hungraðir
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
„Fyrsti hálftíminn var stórkostlegur. Við vorum mjög hungraðir, agressívir og náðum að vinna boltann hátt á vellinum," sagði Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, eftir 4-1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

„Við náðum sanngjörnu forskoti. Þegar 35 mínútur voru liðnar af leiknum þá slökuðum við aðeins á. Líka í byrjun seinni hálfleiks en við svöruðum marki þeirra vel. Við sköpuðum mikið af færum og fengum ekki á okkur nein stór færi."

„Strákarnir voru hungraðir og skapandi. Við áttum mikið af góðum hlaupum og það var mikið um góða hreyfingu í okkar liði. Við settum pressu á okkur að svara vel og þetta er skref í rétta átt," sagði Tuchel en síðasti deildarleikur Chelsea var 5-2 tap gegn West Brom.

Chelsea er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarnnar en baráttan er mjög hörð.

„Ég kom til Englands með markmið um að ná topp fjórum. Við erum í miðju kapphlaupi. Markmiðið er að enda þar en þetta verður erfitt til enda," sagði Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner