Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   mán 10. apríl 2023 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Ekki í boði í þessari deild, sama hver andstæðingurinn er
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var skiljanlega mjög svekktur eftir óvænt tap gegn nágrönnunum í HK í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

„Þetta eru vonbrigði, vonbrigði með að hafa náð augnablikinu og afhenda þeim svo bara keflið," sagði Óskar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  4 HK

„Það er óhætt að segja að við byrjuðum ekki leikinn, það var alls ekki kveikt á okkur og við vorum slappir í návígum. Við leyfðum þeim bara að valsa inn í teiginn og skjóta óáreittir á markið. Það er ekki í boði í þessari deild, sama hver andstæðingurinn er."

„HK er með góða leikmenn og gott lið. Þeir refsuðu okkur. Lærdómurinn er sá að þú þarft að mæta í alla leiki, það þarf að vera kveikt á þér frá byrjun. Ef það er ekki raunin þá endar þetta illa."

Breiðablik lenti 0-2 undir snemma, en í seinni hálfleik breyttu þeir stöðunni í 3-2. Þeir enduðu svo á að tapa 3-4 eftir ótrúlegan endasprett.

„Við náðum augnablikinu með okkur en svo afhentum við þeim keflið til að klára leikinn. Það eru viss vonbrigði."

Héldu menn að sigurinn væri í höfn í stöðunni 3-2? „Það leit þannig út. Við eiginlega hættum eftir það. Við stjórnuðum leiknum ekki nægilega vel eftir það. Það góða við fótboltinn er hann er alltaf að kenna manni eitthvað nýtt."

„Auðvitað svíður þetta en við komum sterkir til baka," sagði Óskar en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner