Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 10. apríl 2023 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Ekki í boði í þessari deild, sama hver andstæðingurinn er
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var skiljanlega mjög svekktur eftir óvænt tap gegn nágrönnunum í HK í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

„Þetta eru vonbrigði, vonbrigði með að hafa náð augnablikinu og afhenda þeim svo bara keflið," sagði Óskar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  4 HK

„Það er óhætt að segja að við byrjuðum ekki leikinn, það var alls ekki kveikt á okkur og við vorum slappir í návígum. Við leyfðum þeim bara að valsa inn í teiginn og skjóta óáreittir á markið. Það er ekki í boði í þessari deild, sama hver andstæðingurinn er."

„HK er með góða leikmenn og gott lið. Þeir refsuðu okkur. Lærdómurinn er sá að þú þarft að mæta í alla leiki, það þarf að vera kveikt á þér frá byrjun. Ef það er ekki raunin þá endar þetta illa."

Breiðablik lenti 0-2 undir snemma, en í seinni hálfleik breyttu þeir stöðunni í 3-2. Þeir enduðu svo á að tapa 3-4 eftir ótrúlegan endasprett.

„Við náðum augnablikinu með okkur en svo afhentum við þeim keflið til að klára leikinn. Það eru viss vonbrigði."

Héldu menn að sigurinn væri í höfn í stöðunni 3-2? „Það leit þannig út. Við eiginlega hættum eftir það. Við stjórnuðum leiknum ekki nægilega vel eftir það. Það góða við fótboltinn er hann er alltaf að kenna manni eitthvað nýtt."

„Auðvitað svíður þetta en við komum sterkir til baka," sagði Óskar en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir