Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var skiljanlega mjög svekktur eftir óvænt tap gegn nágrönnunum í HK í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.
„Þetta eru vonbrigði, vonbrigði með að hafa náð augnablikinu og afhenda þeim svo bara keflið," sagði Óskar eftir leikinn.
„Þetta eru vonbrigði, vonbrigði með að hafa náð augnablikinu og afhenda þeim svo bara keflið," sagði Óskar eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 4 HK
„Það er óhætt að segja að við byrjuðum ekki leikinn, það var alls ekki kveikt á okkur og við vorum slappir í návígum. Við leyfðum þeim bara að valsa inn í teiginn og skjóta óáreittir á markið. Það er ekki í boði í þessari deild, sama hver andstæðingurinn er."
„HK er með góða leikmenn og gott lið. Þeir refsuðu okkur. Lærdómurinn er sá að þú þarft að mæta í alla leiki, það þarf að vera kveikt á þér frá byrjun. Ef það er ekki raunin þá endar þetta illa."
Breiðablik lenti 0-2 undir snemma, en í seinni hálfleik breyttu þeir stöðunni í 3-2. Þeir enduðu svo á að tapa 3-4 eftir ótrúlegan endasprett.
„Við náðum augnablikinu með okkur en svo afhentum við þeim keflið til að klára leikinn. Það eru viss vonbrigði."
Héldu menn að sigurinn væri í höfn í stöðunni 3-2? „Það leit þannig út. Við eiginlega hættum eftir það. Við stjórnuðum leiknum ekki nægilega vel eftir það. Það góða við fótboltinn er hann er alltaf að kenna manni eitthvað nýtt."
„Auðvitað svíður þetta en við komum sterkir til baka," sagði Óskar en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir