Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mán 10. apríl 2023 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Ekki í boði í þessari deild, sama hver andstæðingurinn er
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var skiljanlega mjög svekktur eftir óvænt tap gegn nágrönnunum í HK í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

„Þetta eru vonbrigði, vonbrigði með að hafa náð augnablikinu og afhenda þeim svo bara keflið," sagði Óskar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  4 HK

„Það er óhætt að segja að við byrjuðum ekki leikinn, það var alls ekki kveikt á okkur og við vorum slappir í návígum. Við leyfðum þeim bara að valsa inn í teiginn og skjóta óáreittir á markið. Það er ekki í boði í þessari deild, sama hver andstæðingurinn er."

„HK er með góða leikmenn og gott lið. Þeir refsuðu okkur. Lærdómurinn er sá að þú þarft að mæta í alla leiki, það þarf að vera kveikt á þér frá byrjun. Ef það er ekki raunin þá endar þetta illa."

Breiðablik lenti 0-2 undir snemma, en í seinni hálfleik breyttu þeir stöðunni í 3-2. Þeir enduðu svo á að tapa 3-4 eftir ótrúlegan endasprett.

„Við náðum augnablikinu með okkur en svo afhentum við þeim keflið til að klára leikinn. Það eru viss vonbrigði."

Héldu menn að sigurinn væri í höfn í stöðunni 3-2? „Það leit þannig út. Við eiginlega hættum eftir það. Við stjórnuðum leiknum ekki nægilega vel eftir það. Það góða við fótboltinn er hann er alltaf að kenna manni eitthvað nýtt."

„Auðvitað svíður þetta en við komum sterkir til baka," sagði Óskar en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner