Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   mán 10. apríl 2023 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Ekki í boði í þessari deild, sama hver andstæðingurinn er
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var skiljanlega mjög svekktur eftir óvænt tap gegn nágrönnunum í HK í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

„Þetta eru vonbrigði, vonbrigði með að hafa náð augnablikinu og afhenda þeim svo bara keflið," sagði Óskar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  4 HK

„Það er óhætt að segja að við byrjuðum ekki leikinn, það var alls ekki kveikt á okkur og við vorum slappir í návígum. Við leyfðum þeim bara að valsa inn í teiginn og skjóta óáreittir á markið. Það er ekki í boði í þessari deild, sama hver andstæðingurinn er."

„HK er með góða leikmenn og gott lið. Þeir refsuðu okkur. Lærdómurinn er sá að þú þarft að mæta í alla leiki, það þarf að vera kveikt á þér frá byrjun. Ef það er ekki raunin þá endar þetta illa."

Breiðablik lenti 0-2 undir snemma, en í seinni hálfleik breyttu þeir stöðunni í 3-2. Þeir enduðu svo á að tapa 3-4 eftir ótrúlegan endasprett.

„Við náðum augnablikinu með okkur en svo afhentum við þeim keflið til að klára leikinn. Það eru viss vonbrigði."

Héldu menn að sigurinn væri í höfn í stöðunni 3-2? „Það leit þannig út. Við eiginlega hættum eftir það. Við stjórnuðum leiknum ekki nægilega vel eftir það. Það góða við fótboltinn er hann er alltaf að kenna manni eitthvað nýtt."

„Auðvitað svíður þetta en við komum sterkir til baka," sagði Óskar en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir