Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 10. maí 2015 21:48
Arnar Daði Arnarsson
Kaplakrikavelli
Kristján um ummæli í Pepsi-mörkunum: Þetta er barnalegt
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur.
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
„Að tapa fótboltaleik er alveg ömurlegt," sagði hundsvekktur þjálfari Keflvíkinga, Kristján Guðmundsson eftir 2-0 tap gegn FH í Kaplakrika í kvöld.

Markalaust var í hálfleik og leikurinn í járnum. Seiglan og reynslan skilaði hinsvegar FH-ingum tveimur mörkum og stigunum sem í boði voru.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Keflavík

„Frammistaðan er nokkuð góð. Við náðum að fylgja nokkurnvegin því leikplani sem var sett upp. Ég sé ekki hvað gerist í fyrra markinu sem skiptir öllu máli í leiknum. Ég sá þegar boltinn kemur fyrir markið og þá er Atli laus inn í markteignum og hann lætur ekki bjóða sér það oftar en einu sinni," sagðI Kristján en hans menn fengu færi til að komast yfir í leiknum rétt áður en FH komst yfir.

„Við sköpuðum opin færi. Ég vissi að við þyrftum að skora en það tókst ekki. Þetta var hinsvegar mikið betra en í fyrsta leiknum. Við áttum möguleika til að komast yfir en það tókst ekki."

Sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum ræddu um í fyrsta þættinum skiptingar Kristjáns í síðasta leik. Þar spratt um umræða hvort Kristján væri búinn að ákveða skiptingarnar fyrir leiki. Kristján hló af þessu í viðtalinu þegar hann gafst kostur að svara fyrir þessa umræðu.

„Það er hluti af starfi þjálfarans að hugsa leikinn alla leið í 90 plús mínútur. Þá að sjálfsögðu hugsar maður hverju þarf að skipta útaf og hverjum ekki. Þetta er barnalegt," sagði Kristján.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner