„Að tapa fótboltaleik er alveg ömurlegt," sagði hundsvekktur þjálfari Keflvíkinga, Kristján Guðmundsson eftir 2-0 tap gegn FH í Kaplakrika í kvöld.
Markalaust var í hálfleik og leikurinn í járnum. Seiglan og reynslan skilaði hinsvegar FH-ingum tveimur mörkum og stigunum sem í boði voru.
Markalaust var í hálfleik og leikurinn í járnum. Seiglan og reynslan skilaði hinsvegar FH-ingum tveimur mörkum og stigunum sem í boði voru.
Lestu um leikinn: FH 2 - 0 Keflavík
„Frammistaðan er nokkuð góð. Við náðum að fylgja nokkurnvegin því leikplani sem var sett upp. Ég sé ekki hvað gerist í fyrra markinu sem skiptir öllu máli í leiknum. Ég sá þegar boltinn kemur fyrir markið og þá er Atli laus inn í markteignum og hann lætur ekki bjóða sér það oftar en einu sinni," sagðI Kristján en hans menn fengu færi til að komast yfir í leiknum rétt áður en FH komst yfir.
„Við sköpuðum opin færi. Ég vissi að við þyrftum að skora en það tókst ekki. Þetta var hinsvegar mikið betra en í fyrsta leiknum. Við áttum möguleika til að komast yfir en það tókst ekki."
Sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum ræddu um í fyrsta þættinum skiptingar Kristjáns í síðasta leik. Þar spratt um umræða hvort Kristján væri búinn að ákveða skiptingarnar fyrir leiki. Kristján hló af þessu í viðtalinu þegar hann gafst kostur að svara fyrir þessa umræðu.
„Það er hluti af starfi þjálfarans að hugsa leikinn alla leið í 90 plús mínútur. Þá að sjálfsögðu hugsar maður hverju þarf að skipta útaf og hverjum ekki. Þetta er barnalegt," sagði Kristján.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir