Rauða spjaldið breytti leikskipulaginu
Afturelding bar sigurorð af Leikni í 2.umferð Inkasso deildarinnar í kvöld. Stefán Gíslason þjálfari Leiknis var vonsvikinn í leikslok „Þetta var erfitt. Við misstum mann útaf snemma leiks. Það riðlaðist talvert það sem við lögðum upp með og gerði okkur erfitt fyrir en þrátt fyrir það fannst mér strákarnir leysa þetta vel."
Stefán var samt sem áður ánægður með framlag leikmanna sinna og færasköpun liðsins „Mér fannst strákarnir leggja sig allan fram og leystum það vel. Við vorum þolinmóðir og féllum aðeins aftur. Fengum samt færi, skot í stöng og skoruðum mark sem var dæmt af."
Varðandi markmið sumarsins hafði Stefán þetta að segja „Við erum ekki að hugsa upp. Við stefnum á að vera í efri hlutanum en svo erum við með styttri markmið okkar á milli fyrir hverja fjóra leiki í röð."
Nánar er rætt við Stefán í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir