Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. maí 2021 18:23
Brynjar Ingi Erluson
Cavani verður áfram hjá Man Utd (Staðfest)
Edinson Cavani verður áfram hjá United
Edinson Cavani verður áfram hjá United
Mynd: EPA
Úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani er búinn að skrifa undir eins árs framlengingu á samningi sínum hjá Manchester United en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Cavani, sem er 34 ára gamall, gekk til liðs við United á frjálsri sölu í október og gerði þá eins árs samning við félagið.

Hann hefur gert 15 mörk og lagt upp 5 í 35 leikjum fyrir félagið og reynst afar mikilvægur partur af liðinu á þessu tímabili.

Cavani hefur hjálpað United að vera í baráttunni um enska titilinn og komið liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Hann hefur nú skrifað undir eins árs samning við félagið.

„Ég er með sterkar tilfinningar til klúbbsins og allt sem félagið stendur fyrir. Þá hef ég náð mjög vel saman við liðsfélaga og starfsliðið sem vinnur á bakvið tjöldin. Félagið gefur mér mikla hvatningu á hverjum degi og ég veit að við getum afrekað eitthvað sérstakt hér," sagði Cavani.
Athugasemdir
banner
banner
banner