Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 10. maí 2021 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Ari Freyr lagði upp í sigri Norrköping
Ari Freyr var búinn að vera á vellinum í tvær mínútur er hann lagði upp markið
Ari Freyr var búinn að vera á vellinum í tvær mínútur er hann lagði upp markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason lagði upp fyrra mark Norrköping í 2-0 sigri liðsins á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Samuel Adegbenro gerði bæði mörk Norrköping í leiknum en hann skoraði fyrra markið á 62. mínútu eftir sendingu frá Ara Frey en íslenski varnarmaðurinn var búinn að vera inná vellinum í tvær mínútur áður en hann lagði upp markið.

Hann gerði svo seinna markið á 86. mínútu en þetta var þriðji sigur liðsins í deildinni.

Liðið er í 2. sæti með 10 stig en aðeins Djurgården er með fleiri stig eða 12 talsins.

Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn fyrir Norrköping.
Athugasemdir
banner
banner
banner