Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. maí 2021 16:10
Fótbolti.net
Tindastóll vinnur að því að fá leiknum gegn Fylki frestað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Smári að skoða glósur.
Óskar Smári að skoða glósur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort að viðureign Fylkis og Tindastóls fari fram á morgun sökum fjölda smita á Sauðárkróki undanfarn daga.

Óskar Smári Haraldsson, annar af þjálfurum kvennaliðs Tindastóls, var til viðtals í hlaðvarpsþættinum Boltinn á Norðurlandi í gær.

Þeir Aksentije Milisic og Sæbjörn Steinke ræddu við Óskar um ástandið á Sauðárkróki. Hópsmit kom upp á dögunum og eru harðar sóttvarnarreglur í gildi á Króknum. Leik Tindastóls og KFG var frestað í 3. deild karla í gær. Meistaraflokkur kvenna á samkvæmt leikjadagskrá að mæta Fylki í Pepsi Max-deild kvenna á morgun.

„Staðan hefur verið betri, meistaraflokkar karla og kvenna hafa farið í skimun og beðið er eftir niðurstöðum. Það eru einhver smit í samfélaginu," sagði Óskar í gær.

Niðurstöður úr skimunum eru komnar og greindsist enginn jákvæður hjá meistaraflokkunum.

„Æfingar hjá meistaraflokkunum mega fara fram en allt annað er sett til hliðar. Ef ég á að vera hreinskilinn þá efast ég um að leikurinn fari fram á þriðjudaginn," sagði Óskar Smári í gær.

Fótbolti.net hafði samband við Óskar aftur í dag. Þrátt fyrir að enginn leikmaður hafi greinst jákvæður þá eru fleiri smit að greinast á Sauðárkróki og Tindstóll vinnur í því að fá leiknum gegn Fylki frestað öryggisins vegna.

Viðtalið við Óskar Smára hefst eftir 62 mínútur í spilaranum að neðan.

Óskar ræddi um fyrsta leikinn í Pepsi Max, hvernig það kom til að Pape Mamadou Faye samdi við Tindastól og ýmislegt fleira.
BÁN: Fyrsti útisigur á KR í 40 ár - Afi reiður og Bjössi sýslumannssonur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner