Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. júní 2018 16:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flugumferðarstjórinn Hörður spilar ekki meira með Stjörnunni
Hörður Árnason.
Hörður Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Varnarmaðurinn Hörður Árnason mun ekki spila fleiri leiki fyrir Stjörnuna. Þetta kemur fram á Twitter.

„Hörður Árnason hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Á dögunum varð ljóst að illa myndi ganga að samþætta knattspyrnuna og vinnu sem flugumferðarstjóri og samstarfið því á enda. Hörður lék 152 leiki fyrir félagið í deildar, bikar og Evrópukeppni," segir í Twitter-færslu Stjörnunnar í dag.

Hörður hefur leikið með Stjörnunni frá 2011 en hann var þar áður á mála hjá HK í Kópavogi. Hörður átti stóran þátt í því þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari 2014, hann lék þá 19 deildarleiki fyrir liðið.

Hann var búinn að koma við sögu í tveimur leikjum á þessu tímabili og þeir verða ekki fleiri.

Stjarnan leikur í dag við Fjölni og hefst sá leikur klukkan 17:00. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Sjá einnig:
Byrjunarlið Stjörnunnar og Fjölnis: Stjarnan breytir ekki sigurliði



Athugasemdir
banner
banner
banner