Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 10. júní 2019 19:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
3. deild: KV á toppinn
Garðar Ingi Leifsson skoraði beint úr aukaspyrnu í sigri KV á KF í dag.
Garðar Ingi Leifsson skoraði beint úr aukaspyrnu í sigri KV á KF í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tveir leikir hófust klukkan 16:00 í 3. deild karla í dag. Í vesturbænum tók KV á móti KF. Ljóst var að sigurvegari þessa leiks myndi komast á topp deildarinnar.

Garðar Ingi Leifsson kom KV yfir með marki úr aukaspyrnu eftir um klukkutíma leik. Markahrókurinn, Alexander Már Þorláksson, jafnaði leikinn fyrir KF með marki úr vítaspyrnu þegar skammt var eftir af leiknum.

Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum gerði Einar Már Þórisson sigurmark leiksins og skaut þar með KV í toppsæti deildarinnar. Mark Einars var einnig beint úr aukaspyrnu.




Á Höfn í Hornafirði tók Sindri á móti Skallagrími. Sindramenn gerðu öll fim mörk fyrri hálfleiks, þar af eitt sjálfsmark. Staðan 4-1 í hálfleik.

Skúli Pálsson minnkaði muninn á 74. mínútu fyrir Skallagrím en Kristinn Justiniano Snjólfsson gerði út um leikinn, með fimmta marki Sindra og sínu öðru marki, á 85. mínútu.

KV er eins og fyrr segir á toppi deildarinnar með fimmtán stig. Kórdrengir sitja í öðru sæti með fjórtán og KF er með þrettán í þriðja sætinu. Sindri hefur sjö stig í sjöunda sæti og Skallagrímur er með sex stig í ellefta sæti deildarinnar.

KV 2-1 KF
1-0 Garðar Ingi Leifsson ('61)
1-1 Alexander Már Þorláksson ('84, víti)
2-1 Einar Már Þórisson ('87)

Sindri 5-2 Skallagrímur
1-0 Mate Paponja ('18)
2-0 Tómas Leó Ásgeirsson ('21)
2-1 Kristófer Daði Kristjánsson ('31, sjálfsmark)
3-1 Robertas Freidgeimas ('43)
4-1 Kristinn Justiniano Snjólfsson ('45)
4-2 Skúli Pálsson ('74)
5-2 Kristinn Justiniano Snjólfsson ('85)




Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner