Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 10. júní 2021 12:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kimpembe og Coman spurðu Pogba út í PSG sögur - „Nei!"
Mynd: Getty Images
Þeir Presnel Kimpembe og Kingsley Coman sátu fyrir svörum á blaðamannafundi franska landsliðsins í gærmorgun og barst talið að PSG á fundinum. Á þeim tímapunkti laumaði Pogba sér inn á fundinn og spurðu leikmennirnir Pogba út í franska félagið.

Pogba var ekki viðbúinn þessu og má sjá svipbrigði hans í myndbandinu hér að neðan.

„Við erum að tala um Paris," sagði Kimpembe. „Þú ert frá París er það ekki?" spurði Coman.

„Jú, hvað með það? svaraði Pogba.

„Hefuru verið í samskiptum við Nasser (forseteta PSG)?" spurði Coman. „Glugginn er að opna fljótlega," sagði Kimpembe og Coman endurtók spurninguna sína.

„Nei!" sagði Pogba og liðsfélagar hans hlógu.

Pogba á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Manchester United og hefur verið orðaður við bæði Juventus og PSG. Franska landsliðið undirbýr sig undir leik gegn Þýskalandi næsta þriðjudag, það er fyrsti leikur liðsins á EM.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner