Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   fim 10. júní 2021 16:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórsarar án Alvaro seinni hluta mótsins - Ætlar að spila á Spáni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alvaro Montejo mun spila næstu þrjá leiki með Þór en halda svo til Spánar til að hefja undirbúning með liði sínu þar fyrir komandi tímabil.

Alvaro var einn af lykilmönnum Union Adarve sem komst upp spænsku C-deildina í vor en Alvaro hefur venjulega spilað með liðinu á veturna þegar hann er ekki á Íslandi.

Alvaro mun spila gegn ÍBV, Kórdrengjum og Fjölni en halda svo til Spánar. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net. „Ég vil spila á Spáni á næsta tímabili og mun því halda til Spánar eftir leikinn 26. júní (gegn Fjölni)."

Hann hefur skorað eitt mark í fjórum leikjum í Lengjudeildinni til þessa en verið markahæsti leikmaður liðsins undanfarin ár.

Tímabilin 2018-2020 skoraði hann fjörutíu mörk í 57 deildarleikjum fyrir Þór.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner