Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 10. júní 2023 18:05
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Við afhentum þeim frumkvæðið
Óskar Hrafn, þjálfari Blika.
Óskar Hrafn, þjálfari Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara sæmilega sáttur að fara héðan með eitt sitg. Seinni hálfleikurinn var ekki góður hjá okkur. Við réðum ílla við löngu boltana þeirra og boltana sem duttu síðan eftir að löngu boltarnir komu og við einfaldlega gerðum ekki nóg til að vinna þennan leik" sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir jafnteflið í Kaplakrika í dag.


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Breiðablik

„FH liðið er erfitt heim að sækja, vel skipulagt, öflugt og góðir í því sem þeir gera og við fórum kannski að spila þeirra leik í seinni hálfleik sem þeir eru miklu betri í en við." 

Breiðablik náði tveggja marka forskoti í fyrri hálfleik en hvað gerðist hjá liðinu eftir það? 

„Við bara hleypum þeim inn í leikinn, eða þeir koma sér inn í leikinn. Klaufalegt mark sem við fáum á okkur og þeir voru einhverneigin búnir að hóta þessu á undan því. Ég get ekkert skýrt það nema bara það að við hættum að gera það sem skóp færin okkar á undan því."

„Við hættum að skipta yfir hægra megin, okkur gékk vel þar og við fórum einhverneigin að flækja lífið fyrir okkur. Þeir eru góðir þegar þeir vinan boltann og geta sótt hratt, þeir eru líka góðir að henda honum upp og vinna í kringum þann sem er að berjast um boltann og við bara afhentum þeim frumkvæðið."

„Við vorum bara ekki góðir í seinni hálfleik og það verður bara segjast alveg eins og er. Við vinnum ekki fyrsta, annan eða þriðja bolta og það var einhverneigin of auðvelt að fara í gegnum öftustu línu hjá okkur og mér fannst við fullhægir þegar við unnum boltann. Við fengum alveg færi til að skora og það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Mér fannst frammistaðan ekki þess eðlis að við ættum skilið að vinna þennan leik."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan þar sem Óskar ræðir meðal annars um hvernig hann ætlar að nýta landsleikjahléið sem er framundan.


Athugasemdir
banner