Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 10. júní 2023 18:05
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Við afhentum þeim frumkvæðið
Óskar Hrafn, þjálfari Blika.
Óskar Hrafn, þjálfari Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara sæmilega sáttur að fara héðan með eitt sitg. Seinni hálfleikurinn var ekki góður hjá okkur. Við réðum ílla við löngu boltana þeirra og boltana sem duttu síðan eftir að löngu boltarnir komu og við einfaldlega gerðum ekki nóg til að vinna þennan leik" sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir jafnteflið í Kaplakrika í dag.


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Breiðablik

„FH liðið er erfitt heim að sækja, vel skipulagt, öflugt og góðir í því sem þeir gera og við fórum kannski að spila þeirra leik í seinni hálfleik sem þeir eru miklu betri í en við." 

Breiðablik náði tveggja marka forskoti í fyrri hálfleik en hvað gerðist hjá liðinu eftir það? 

„Við bara hleypum þeim inn í leikinn, eða þeir koma sér inn í leikinn. Klaufalegt mark sem við fáum á okkur og þeir voru einhverneigin búnir að hóta þessu á undan því. Ég get ekkert skýrt það nema bara það að við hættum að gera það sem skóp færin okkar á undan því."

„Við hættum að skipta yfir hægra megin, okkur gékk vel þar og við fórum einhverneigin að flækja lífið fyrir okkur. Þeir eru góðir þegar þeir vinan boltann og geta sótt hratt, þeir eru líka góðir að henda honum upp og vinna í kringum þann sem er að berjast um boltann og við bara afhentum þeim frumkvæðið."

„Við vorum bara ekki góðir í seinni hálfleik og það verður bara segjast alveg eins og er. Við vinnum ekki fyrsta, annan eða þriðja bolta og það var einhverneigin of auðvelt að fara í gegnum öftustu línu hjá okkur og mér fannst við fullhægir þegar við unnum boltann. Við fengum alveg færi til að skora og það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Mér fannst frammistaðan ekki þess eðlis að við ættum skilið að vinna þennan leik."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan þar sem Óskar ræðir meðal annars um hvernig hann ætlar að nýta landsleikjahléið sem er framundan.


Athugasemdir
banner