Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   lau 10. júní 2023 18:05
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Við afhentum þeim frumkvæðið
Óskar Hrafn, þjálfari Blika.
Óskar Hrafn, þjálfari Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara sæmilega sáttur að fara héðan með eitt sitg. Seinni hálfleikurinn var ekki góður hjá okkur. Við réðum ílla við löngu boltana þeirra og boltana sem duttu síðan eftir að löngu boltarnir komu og við einfaldlega gerðum ekki nóg til að vinna þennan leik" sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir jafnteflið í Kaplakrika í dag.


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Breiðablik

„FH liðið er erfitt heim að sækja, vel skipulagt, öflugt og góðir í því sem þeir gera og við fórum kannski að spila þeirra leik í seinni hálfleik sem þeir eru miklu betri í en við." 

Breiðablik náði tveggja marka forskoti í fyrri hálfleik en hvað gerðist hjá liðinu eftir það? 

„Við bara hleypum þeim inn í leikinn, eða þeir koma sér inn í leikinn. Klaufalegt mark sem við fáum á okkur og þeir voru einhverneigin búnir að hóta þessu á undan því. Ég get ekkert skýrt það nema bara það að við hættum að gera það sem skóp færin okkar á undan því."

„Við hættum að skipta yfir hægra megin, okkur gékk vel þar og við fórum einhverneigin að flækja lífið fyrir okkur. Þeir eru góðir þegar þeir vinan boltann og geta sótt hratt, þeir eru líka góðir að henda honum upp og vinna í kringum þann sem er að berjast um boltann og við bara afhentum þeim frumkvæðið."

„Við vorum bara ekki góðir í seinni hálfleik og það verður bara segjast alveg eins og er. Við vinnum ekki fyrsta, annan eða þriðja bolta og það var einhverneigin of auðvelt að fara í gegnum öftustu línu hjá okkur og mér fannst við fullhægir þegar við unnum boltann. Við fengum alveg færi til að skora og það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Mér fannst frammistaðan ekki þess eðlis að við ættum skilið að vinna þennan leik."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan þar sem Óskar ræðir meðal annars um hvernig hann ætlar að nýta landsleikjahléið sem er framundan.


Athugasemdir
banner