Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 10. júní 2023 18:05
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Við afhentum þeim frumkvæðið
Óskar Hrafn, þjálfari Blika.
Óskar Hrafn, þjálfari Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara sæmilega sáttur að fara héðan með eitt sitg. Seinni hálfleikurinn var ekki góður hjá okkur. Við réðum ílla við löngu boltana þeirra og boltana sem duttu síðan eftir að löngu boltarnir komu og við einfaldlega gerðum ekki nóg til að vinna þennan leik" sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir jafnteflið í Kaplakrika í dag.


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Breiðablik

„FH liðið er erfitt heim að sækja, vel skipulagt, öflugt og góðir í því sem þeir gera og við fórum kannski að spila þeirra leik í seinni hálfleik sem þeir eru miklu betri í en við." 

Breiðablik náði tveggja marka forskoti í fyrri hálfleik en hvað gerðist hjá liðinu eftir það? 

„Við bara hleypum þeim inn í leikinn, eða þeir koma sér inn í leikinn. Klaufalegt mark sem við fáum á okkur og þeir voru einhverneigin búnir að hóta þessu á undan því. Ég get ekkert skýrt það nema bara það að við hættum að gera það sem skóp færin okkar á undan því."

„Við hættum að skipta yfir hægra megin, okkur gékk vel þar og við fórum einhverneigin að flækja lífið fyrir okkur. Þeir eru góðir þegar þeir vinan boltann og geta sótt hratt, þeir eru líka góðir að henda honum upp og vinna í kringum þann sem er að berjast um boltann og við bara afhentum þeim frumkvæðið."

„Við vorum bara ekki góðir í seinni hálfleik og það verður bara segjast alveg eins og er. Við vinnum ekki fyrsta, annan eða þriðja bolta og það var einhverneigin of auðvelt að fara í gegnum öftustu línu hjá okkur og mér fannst við fullhægir þegar við unnum boltann. Við fengum alveg færi til að skora og það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Mér fannst frammistaðan ekki þess eðlis að við ættum skilið að vinna þennan leik."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan þar sem Óskar ræðir meðal annars um hvernig hann ætlar að nýta landsleikjahléið sem er framundan.


Athugasemdir
banner