Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 10. júní 2023 18:05
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Við afhentum þeim frumkvæðið
Óskar Hrafn, þjálfari Blika.
Óskar Hrafn, þjálfari Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara sæmilega sáttur að fara héðan með eitt sitg. Seinni hálfleikurinn var ekki góður hjá okkur. Við réðum ílla við löngu boltana þeirra og boltana sem duttu síðan eftir að löngu boltarnir komu og við einfaldlega gerðum ekki nóg til að vinna þennan leik" sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir jafnteflið í Kaplakrika í dag.


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Breiðablik

„FH liðið er erfitt heim að sækja, vel skipulagt, öflugt og góðir í því sem þeir gera og við fórum kannski að spila þeirra leik í seinni hálfleik sem þeir eru miklu betri í en við." 

Breiðablik náði tveggja marka forskoti í fyrri hálfleik en hvað gerðist hjá liðinu eftir það? 

„Við bara hleypum þeim inn í leikinn, eða þeir koma sér inn í leikinn. Klaufalegt mark sem við fáum á okkur og þeir voru einhverneigin búnir að hóta þessu á undan því. Ég get ekkert skýrt það nema bara það að við hættum að gera það sem skóp færin okkar á undan því."

„Við hættum að skipta yfir hægra megin, okkur gékk vel þar og við fórum einhverneigin að flækja lífið fyrir okkur. Þeir eru góðir þegar þeir vinan boltann og geta sótt hratt, þeir eru líka góðir að henda honum upp og vinna í kringum þann sem er að berjast um boltann og við bara afhentum þeim frumkvæðið."

„Við vorum bara ekki góðir í seinni hálfleik og það verður bara segjast alveg eins og er. Við vinnum ekki fyrsta, annan eða þriðja bolta og það var einhverneigin of auðvelt að fara í gegnum öftustu línu hjá okkur og mér fannst við fullhægir þegar við unnum boltann. Við fengum alveg færi til að skora og það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Mér fannst frammistaðan ekki þess eðlis að við ættum skilið að vinna þennan leik."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan þar sem Óskar ræðir meðal annars um hvernig hann ætlar að nýta landsleikjahléið sem er framundan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner