Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 10. júní 2024 10:40
Elvar Geir Magnússon
Rotterdam
200 íslenskir stuðningsmenn í Rotterdam
Icelandair
Mikael Anderson og Andri Lucas Guðjohnsen á æfingu í Rotterdam í gær.
Mikael Anderson og Andri Lucas Guðjohnsen á æfingu í Rotterdam í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Uppselt er á landsleik Hollands og Íslands sem fram fer á De Kuip í Rotterdam í kvöld. Áhorfendur á leiknum verða um 42 þúsund en samkvæmt upplýsingum frá KSÍ verða um 200 Íslendingar í stúkunni.

Dómari leiksins kemur frá Grikklandi og heitir Evángelos Manoúchos. Það verður VAR á leiknum og marklínutækni.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Þá verður að sjálfsögðu bein textalýsing frá Rotterdam hér á Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner