Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mán 10. júní 2024 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hálfleikur: Fyrsta landsliðsmark Simons skilur liðin að
Icelandair
Xavi Simons fagnar marki sínu í kvöld
Xavi Simons fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Holland er marki yfir þegar flautað hefur verið til loka fyrri hálfleiks í vináttulandsleik gegn Íslandi ytra.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

Það var Xavi Simons leikmaður PSG sem skoraði markið eftir rúmlega 20 mínútna leik en þetta var fyrsta landsliðsmark hans. Denzel Dumfries átti skalla fyrir markið og Xavi Simons kom á ferðinni og skoraði örugglega.

Íslenska liðið hefur fengið fáa sénsa fram á við en undir lok fyrri hálfleiksins átti Jón Dagur Þorsteinsson hættulega sendingu inn á teiginn en enginn Íslendingur var mættur og Nathan Ake tókst að koma boltanum frá.

Allur síðari hálfleikurinn er eftir og vonandi tekst Íslandi að stríða Hollendingum sem eru að spila sinn síðasta vináttulandsleik áður en liðið heldur til Þýskalands á EM.


Athugasemdir
banner
banner
banner