Elvar Geir Magnússon skrifar frá Kalmar
Jostein Pellerud, þjálfari norska kvennalandsliðsins, spjallaði við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í dag. Noregur leikur við Ísland á morgun í fyrsta leik liðanna í B-riðli Evrópumótsins í Svíþjóð.
„Það er mitt starf að vera bjartsýnn en einnig raunsær. Margir telja að við eigum að vera sterkara liðið en Ísland er með erfitt lið en við erum nokkuð bjartsýn. Við vitum að leikurinn er mikilvægur," segir Pellerud.
„Það er mikilvægt að ná þremur stigum en ef það er ekki hægt þá verður það vonandi eitt stig. Vonandi náum við að forðast það að fara stigalaus úr leiknum. En fyrir bjartsýnina og móralinn er mikilvægt að ná góðum úrslitum."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir