Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 10. júlí 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Veitingastaður Messi hjálpar heimilislausum í Rosario
Mynd: Getty Images
Fjölskylda Lionel Messi rekur veitingastað í Rosario í Argentínu. Í Argentínu er verulega kalt um þessar mundir og hjálpar veitingastaðurinn, sem ber heitið VIP, heimilislausum.

Messi bað þá sem sjá um staðinn að hafa ávalt opið fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda. VIP hefur verið að bjóða upp á heitan mat og drykki á kvöldin frá því á föstudag.

Stefnan er sett á að halda þessu áfram næstu 15 daga.

„Það er opið fyrir alla milli sjö og níu á kvöldin. Við bjóðum upp á heitan mat svo þú getir farið glaður að sofa." segir í tilkynningu frá veitanstaðnum.

„Við bjóðum einnig upp á kaffi og margir eru að nýta sér þetta sem er frábært," sagði Ariel Almada, sem sér um rekstur veitingahússins, við Marca
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner