
Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, var ansi sár eftir að Breiðablik sló Fylki út úr Mjólkurbikarnum 0-1.
„Mér líður ekki vel. Þetta er rosalega sárt því svona leikur er upp á líf og dauða. Það er ótrúlega sárt þegar liðið er búið að standa sig svona vel."
„Mér líður ekki vel. Þetta er rosalega sárt því svona leikur er upp á líf og dauða. Það er ótrúlega sárt þegar liðið er búið að standa sig svona vel."
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 1 Breiðablik
„Mér fannst þetta víti en ég sá þetta ekki því ég var langt frá. En ég spurði eftir leikinn og allir sögðu að þetta væri víti svo ég treysti því. Mér finnst mjög leiðinlegt að svona sé ekki 100% hjá dómaranum."
Hvernig fannst henni leikurinn spilast?
„Þær voru betri fyrstu 25 mínúturnar en allar hinar mínúturnar vorum við miklu betri. Mér fannst við vilja þetta miklu meira en þær en þetta lenti þeim megin í dag. Þær eru flott lið."
Athugasemdir