Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mið 10. júlí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Samúel ekki áfram hjá Atromitos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson hefur yfirgefið gríska félagið Atromitos en samningur hans við félagið rann út um mánaðamótin og er hann því í leit að nýju félagi.

Samúel er 28 ára gamall Keflvíkingur sem kom til Atromitos frá norska félaginu Viking árið 2022.

Hann spilaði stórt hlutverk hjá liðinu á fyrra tímabili sínu en var í minna hlutverki á síðustu leiktíð. Meiðsli settu þar strik í reikninginn.

Samningur hans við Atromitos rann út um mánaðamót og er ekki ljóst hvar hann mun spila á næstu leiktíð.

Alls lék hann 53 leiki á þessum tveimur árum og skoraði þrjú mörk í öllum keppnum.

Samúel fór út í atvinnumennsku ungur að árum en hann kom til Reading frá Keflavík. Þar spilaði hann með unglingaliðum félagsins, en einnig hefur hann spilað fyrir Vålerenga, Paderborn og Viking.
Athugasemdir
banner
banner