Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mið 10. júlí 2024 12:49
Elvar Geir Magnússon
Skák og mát hjá Yamal gegn Rabiot - „Talaðu núna!“
Lamine Yamal.
Lamine Yamal.
Mynd: Getty Images
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: EPA
Ummæli franska landsliðsmannsins Adrien Rabiot um Lamine Yamal ungstirni Spánar fyrir viðureign liðanna í undanúrslitum EM vöktu talsverða athygli. Rabiot talaði frammistöðu Yamal á mótinu niður á fréttamannafundi.

„Ef Lamine Yamal vill fara í úrslitaleikinn þá verður hann að gera meira en hann hefur gert á mótinu hingað til. Við setjum pressu á hann svo honum mun líða óþægilega," sagði Rabiot.

Ummælin fóru ekki framhjá Spánverjanum unga sem skrifaði á Instagram: „Hreyfðu þig í hljóði. Talaðu aðeins þegar það er kominn tími til að segja mát." og birti mynd af taflkalli.

Yamal var síðan stjarna sýningarinnar í leiknum og skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri Spánar.

Eftir leikinn fór hann upp að sjónvarpsmyndavélum og sagði endurtekið: „Talaðu núna!“ - Orð sem var væntanlega beint að Rabiot.

Yamal fylgdi því síðan eftir með Instagram færslu þar sem hann birti mynd af sér fagna markinu og skrifaði við 'Mát'.

   09.07.2024 22:37
Heldur upp á 17 ára afmæli sitt í Þýskalandi - „Ótrúlega ánægður“



   09.07.2024 19:29
Yamal setti met með sturluðu marki - „Það þarf ekkert að lýsa þessu“

Athugasemdir