Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Alls ekki algengt í þessum bransa
Icelandair
EM KVK 2025
Cecilía og Fanney Inga Birkisdóttir.
Cecilía og Fanney Inga Birkisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir segir markvarðateymi Íslands vinna virkilega vel saman og þær séu allar þrjár mjög góðar vinkonur sem er alls ekki algengt í slíkri samkeppni.

Cecilía hefur verið aðalmarkvörður Íslands á Evrópumótinu í Sviss og staðið sig vel. Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir eru varamarkverðir fyrir hana.

Cecilía sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær og var þar spurð út í þetta tríó en hún er mjög sátt með það hvernig teymið vinnur saman.

„Auðvitað er þetta skrítin staða því við erum allar þrjár að berjast um eina stöðu," sagði Cecilía. „Ég held að við séum ótrúlega þakklátar fyrir það að vera svona góðar vinkonur."

„Við erum með góðan markvarðarþjálfara sem styður okkur í öllu. Við styðjum líka hvor aðra og erum ótrúlega góðar vinkonur sem er alls ekki algengt (í þessum bransa)."

„Maður er mjög þakklátur fyrir það. Sá markvörður sem spilar finnur fyrir því."

Ísland spilar í kvöld við Noreg í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Sviss.
Athugasemdir
banner
banner