Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Án nokkurs vafa langskemmtilegasti viðmælandinn í sögu KSÍ"
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þorkell Máni Pétursson, stjórnarmaður hjá KSÍ.
Þorkell Máni Pétursson, stjórnarmaður hjá KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorkell Máni Pétursson, stjórnarmaður hjá KSÍ, hefur komið Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara Íslands, til varnar með færslu á Facebook síðu sinni.

Þorsteinn hefur síðustu daga verið spurður út í framtíð sína eftir vonbrigðin á Evrópumótinu í Sviss. Ísland er úr leik á mótinu eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.

Þegar hann var spurður í enn eitt skiptið út í framtíð sína á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Noregi í gær þá sagðist hann ekki ætla að svara spurningunni daginn eftir leik. Sagðist hann í kjölfarið verulega ósáttur við það að leikmaður Íslands hefði fengið spurningu varðandi framtíð þjálfarateymisins eftir leikinn gegn Sviss.

„Ég er mjög hreinskilinn maður og mér finnst fáránlegt að spyrja leikmann að því daginn eftir leik hvort að hann vilji þjálfarann áfram eða ekki. Mér finnst það heimskuleg spurning og mér finnst hún dónaleg gagnvart leikmanninum. Þið getið alveg spurt mig um þetta en að spyrja leikmann út í þetta finnst mér... ég veit ekki alveg hvaða orð ég á að nota," sagði Steini og notaði svo orðið „nautheimska."

Máni segist skilja afstöðu Steina og einnig afstöðu Sindra Sverrissonar, sem tók viðtalið sem Steini var svo ósáttur við. Sindri sagði svo ummæli Steina „frekar glötuð" eftir fundinn í gær. Máni segir Steina jafnframt vera gull fyrir íslenskt fjölmiðlafólk.

„Hann Steini Halldórs er einstaklega skemmtilegur maður," segir Máni.

„Hann má alveg vera ósáttur við spurninguna og tímasetninguna, og alveg skiljanlega. Sindri er hins vegar að búa til fréttir og ég skil líka hans afstöðu enda sér maður að hann tekur þetta ekki nærri sér. Þetta væl samt í einhverjum blaðamönnum gagnvart Steina er samt algerlega óskiljanlegt."

„Steini er algert gull fyrir blaðamenn á Íslandi, gaurinn talar í fyrirsögnum. Hann býr til fréttir. Hann er án nokkurs vafa langskemmtilegasti viðmælandinn í sögu KSÍ. Það er hægt að finna svona tíu fréttir þar sem hann hefur látið einhvern gullmola út úr sér. Ef íþróttablaðamenn eða sparkspekingar ætla að fara taka nærri sér þegar það er sett ofan í þá mæli ég með því að þeir finni sér eitthvað annað starf. Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku," bætti Máni við.
Athugasemdir
banner