Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 16:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breytingar á hópi Víkings - Erna Guðrún ekki meira með
Kvenaboltinn
Erna Guðrún verður ekki meira með í sumar.
Erna Guðrún verður ekki meira með í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Guðnason stýrði sinni fyrstu æfingu á mánudag.
Einar Guðnason stýrði sinni fyrstu æfingu á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Dögg aðstoðaði Einar með æfinguna.
Selma Dögg aðstoðaði Einar með æfinguna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verða nokkrar breytingar á leikmannahópi Víkings fyrir seinni hlutann í Bestu deildinni. Það var greint frá því fyrr í sumar að Selma Dögg Björgvinsdóttir verður ekki meira með en hún er ólétt. Þær Erna Guðrún Magnúsdóttir, Júlía Ruth Thasaphong og Birta Guðlaugsdóttir verða ekki heldur meira með. Júlía er að fara út í skóla.

Í vikunni sneri Shaina Ashouri aftur í raðir Víkings en hún var í stóru hlutverki í liðinu á síðasta tímabili.

Víkingur er líka að fá bandarískan framherja. Þetta kom fram í viðtali sem Hafliði Breiðfjörð tók við Einar Guðnason, nýjan þjálfara liðsins, í vikunni. Viðtalið í held sinni má nálgast í spilaranum neðst.

„Það er framherji frá Bandaríkjunum að koma, það var eiginlega búið að ganga frá því að hún kæmi áður en ég kem til sögunnar, en Shaina kemur upp á síðustu dögum. Við þekkjum hana, frábært að hún sé kominn."

„Selma verður ekki meira með, Erna ekki heldur og ekki Birta markmaður. Við fáum þessar tvær í staðinn, sjáum hvort við þurfum að bæta eitthvað við."


Einar segir að viðræður séu í gangi við aðila um að verða aðstoðarþjálfari liðsins. „Vonandi get ég sagt frá því seinna í vikunni."

Erna Guðrún spilaði níu fyrstu leikina og skoraði eitt mark, en var ekki með í síðasta leik fyrir EM frí. Júlía Ruth kom við sögu í sex leikjum fyrri hluta sumars og Selma Dögg þremur. Birta hefur aftur á móti ekkert spilað.

Fyrsti leikur Víkings undir stjórn Einars verður gegn Stjörnunni eftir rúmar tvær vikur. Víkingur situr í 9. sæti, þremur stigum frá öruggu sæti.
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 10 8 1 1 40 - 7 +33 25
2.    Þróttur R. 10 8 1 1 23 - 8 +15 25
3.    FH 10 7 1 2 23 - 11 +12 22
4.    Þór/KA 10 6 0 4 19 - 16 +3 18
5.    Fram 10 5 0 5 14 - 21 -7 15
6.    Valur 10 3 3 4 12 - 14 -2 12
7.    Stjarnan 10 4 0 6 11 - 22 -11 12
8.    Tindastóll 10 3 1 6 15 - 20 -5 10
9.    Víkingur R. 10 2 1 7 16 - 26 -10 7
10.    FHL 10 0 0 10 4 - 32 -28 0
Athugasemdir