Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fim 10. júlí 2025 23:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Icelandair
EM KVK 2025
Dagný í baráttunni á mótinu
Dagný í baráttunni á mótinu
Mynd: EPA
„Við ætluðum okkur stærri hluti en spiluðum ekki nógu vel," sagði Dagný Brynjarsdóttir eftir tap gegn Noregi í síðasta leik íslenska landsliðsins á EM 2025. Liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni.

Lestu um leikinn: Noregur 4 -  3 Ísland

Dagnýju fannst það ekki flókið að gíra sig í leikinn þótt það hafi ekki verið neitt undir.

„Mér persónulega fannst það ekki flókið. Ég gerði þetta 2017 þá fórum við inn í síðasta leikinn og ekkert undir. Ég man hvernig tilfinningin var og mig langaði ekki að upplifa það aftur," sagði Dagný.

„Noregur var nánast með öll völd í fyrri hálfleiknum og við vorum skrefi á eftir nánast allstaðar. Þær eru með mikla breidd, það þarf ekki annað að skoða hvaða liðum þessir leikmenn eru í, ekkert nema heimsklassa lið."

Dagný kom inn á sem varamaður í kvöld en þetta var 13. leikur hennar á stórmóti. Hún jafnaði þar með met Söru Bjarkar Gunnarsdóttur en þær eru leikjahæstu leikmenn Íslands á stórmóti.

„Ég vissi það reyndar ekki. Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót, ég verð orðin 38 ára þegar næsta mót er. Líkamlega held ég að ég gæti spilað það lengi en ég held ég muni ekki nenna því. Það hefði verið gaman að geta gert meira en vonandi getur Ísland gert það á næsta stórmóti."

Dagný er orðin 33 ára en samningur hennar við West Ham er runninn út og hún á eftir að taka stóra ákvörðun varðandi framtíðina á ferlinum.

„Ég hef ekkert hugsað um framhaldið. Ég er samningslaus eins og er. Ég hef nánast ekki tekið mér frí síðan strákurinn minn fæddist í fyrra. Ég byrjaði að æfa þegar hann var fimm daga gamall. Ég ætla að taka mér viku frí og bara vera mamma og ekki hugsa um fótbolta. Svo þurfum við fjölskyldan að setjast niður og ákveða hvað næsta skref verður," sagði Dagný.

„Mér finnnst erfitt að hugsa á meðan ég spila að gefa ekki kost á mér í landsliðið. Eldri sonur minn er orðinn sjö ára og veit að bestu leikmennirnir spila fyrir landsliðið, mér finnst hálfskrítið að ef ég get spilað að ég gefi ekki kost á mér í landsliðið."
Athugasemdir
banner