Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 10. júlí 2025 23:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Icelandair
EM KVK 2025
Dagný í baráttunni á mótinu
Dagný í baráttunni á mótinu
Mynd: EPA
„Við ætluðum okkur stærri hluti en spiluðum ekki nógu vel," sagði Dagný Brynjarsdóttir eftir tap gegn Noregi í síðasta leik íslenska landsliðsins á EM 2025. Liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni.

Lestu um leikinn: Noregur 4 -  3 Ísland

Dagnýju fannst það ekki flókið að gíra sig í leikinn þótt það hafi ekki verið neitt undir.

„Mér persónulega fannst það ekki flókið. Ég gerði þetta 2017 þá fórum við inn í síðasta leikinn og ekkert undir. Ég man hvernig tilfinningin var og mig langaði ekki að upplifa það aftur," sagði Dagný.

„Noregur var nánast með öll völd í fyrri hálfleiknum og við vorum skrefi á eftir nánast allstaðar. Þær eru með mikla breidd, það þarf ekki annað að skoða hvaða liðum þessir leikmenn eru í, ekkert nema heimsklassa lið."

Dagný kom inn á sem varamaður í kvöld en þetta var 13. leikur hennar á stórmóti. Hún jafnaði þar með met Söru Bjarkar Gunnarsdóttur en þær eru leikjahæstu leikmenn Íslands á stórmóti.

„Ég vissi það reyndar ekki. Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót, ég verð orðin 38 ára þegar næsta mót er. Líkamlega held ég að ég gæti spilað það lengi en ég held ég muni ekki nenna því. Það hefði verið gaman að geta gert meira en vonandi getur Ísland gert það á næsta stórmóti."

Dagný er orðin 33 ára en samningur hennar við West Ham er runninn út og hún á eftir að taka stóra ákvörðun varðandi framtíðina á ferlinum.

„Ég hef ekkert hugsað um framhaldið. Ég er samningslaus eins og er. Ég hef nánast ekki tekið mér frí síðan strákurinn minn fæddist í fyrra. Ég byrjaði að æfa þegar hann var fimm daga gamall. Ég ætla að taka mér viku frí og bara vera mamma og ekki hugsa um fótbolta. Svo þurfum við fjölskyldan að setjast niður og ákveða hvað næsta skref verður," sagði Dagný.

„Mér finnnst erfitt að hugsa á meðan ég spila að gefa ekki kost á mér í landsliðið. Eldri sonur minn er orðinn sjö ára og veit að bestu leikmennirnir spila fyrir landsliðið, mér finnst hálfskrítið að ef ég get spilað að ég gefi ekki kost á mér í landsliðið."
Athugasemdir
banner