Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Paul búinn að samþykkja samning hjá Inter
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Argentínski landsliðsmaðurinn Rodrigo De Paul virðist vera á förum frá Atlético Madrid í sumar, með eitt ár eftir af samningi sínum við stórveldið.

De Paul er 31 árs miðjumaður sem hefur unnið HM og Copa América með argentínska landsliðinu. Hann var lykilmaður í liði Udinese í ítalska boltanum áður en hann var keyptur til Atlético fyrir um 35 milljónir evra sumarið 2021.

Hann hefur spilað 187 leiki á dvöl sinni hjá Atlético og kom að 13 mörkum í 53 leikjum á síðustu leiktíð.

Bandaríska félagið Inter Miami hefur mikinn áhuga á De Paul og er leikmaðurinn búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir samningi við félagið.

Stærsti þröskuldurinn er kaupverðið, en Atlético vill fá 20 milljónir evra fyrir miðjumanninn.

Fabrizio Romano greinir frá jákvæðum viðræðum á milli stjórnenda Inter og Atlético sem virðast vera að nálgast samkomulag.

Hjá Inter myndi De Paul spila með góðvini sínum og landsliðsfélaga Lionel Messi. De Paul er með 78 landsleiki að baki fyrir Argentínu og hefur verið kallaður 'lífvörður' Messi innan vallar, þar sem hann verndar fyrirliða sinn og refsar þeim sem fara illa með hann.

   07.07.2025 13:15
Messi að fá góðan vin og „lífvörð" til sín?

Athugasemdir
banner