
Fótboltasérfræðingurinn Mist Rúnarsdóttir hefur fylgst með stelpunum okkar í Sviss. Hún er bjartsýn á íslenskan sigur gegn Noregi í kvöld.
Lestu um leikinn: Noregur 4 - 3 Ísland
„Þetta hefur verið rússíbani, auðvitað eru vonbrigði að vera ekki í séns fyrir síðasta leik," segir Mist. „Mér fannst stelpurnar sýna það í leik númer tvö að þær eru að fara að klára þetta í kvöld með góðri orku líka."
„EIns og búið er að ræða var fyrsti leikurinn glataður, við getum verið sammála um það. En það var margt flott í þessum leik númer tvö og orkan skein upp í stúku."
„Miðað við vonbrigðin sem hinn almenni stuðningsmaður út í bæ er að upplifa getur maður rétt ímyndað sér hvernig leikmönnunum líður en þær eru svo geggjaðir karakterar að ég held að þær bíti fast frá sér í kvöld."
Athugasemdir