Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 23:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir Amöndu: Hefðir samt átt að velja Noreg
Icelandair
EM KVK 2025
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur vakið umtal hversu fá tækifæri Amanda Andradóttir hefur fengið með landsliðinu. Á Evrópumótinu í Sviss kom hún ekkert við sögu í tveimur fyrstu leikjunum og spilaði svo 20 mínútur gegn Noregi.

Amanda, sem er 21 árs, var að leika á sínu öðru Evrópumóti en hún spilaði líka lítið á því síðasta fyrir þremur árum.

Amanda valdi á sínum tíma að spila fyrir íslenska landsliðið frekar en það norska en faðir hennar, Andri Sigþórsson, setti inn áhugaverða færslu eftir leik Íslands og Noregs í kvöld.

Birti hann þar mynd af viðtali við Amöndu á Vísi þar sem hún sagðist vera meiri Íslendingur.

„Hefðir samt átt að velja Noreg," skrifar Andri, sem er sjálfur fyrrum landsliðsmaður Íslands, við myndina en hann er augljóslega ekki sáttur við þau tækifæri sem Amanda er að fá með íslenska landsliðinu - og það kannski skiljanlega.

Amanda spilaði fyrir yngri landslið Noregs áður en hún valdi að spila fyrir Ísland. Hún hefur fest sæti sitt í íslenska landsliðshópnum en ekki verið í mjög stóru hlutverki í liðinu.

Amanda er leikmaður Twente í Hollandi og varð hún þar þrefaldur meistari á nýliðnu tímabili.


Athugasemdir
banner