Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   fim 10. júlí 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Glódís færist nær Söru Björk þó hún eigi nóg eftir
Icelandair
EM KVK 2025
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, hér til hægri.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, hér til hægri.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir gæti í dag spilað sinn 140. landsleik fyrir Ísland er stelpurnar okkar mæta Noregi á Evrópumótinu.

Glódís væri þá aðeins fimm leikjum frá því að vera leikjahæsta landsliðskona sögunnar. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði 145 leiki fyrir Íslands hönd.

Glódís, sem er nýorðin þrítug, byrjaði að spila með landsliðinu árið 2012 þegar hún var á 17. aldursári. Hún hefur verið fyrirliði frá 2023 og sinnt því hlutverki vel.

Glódís á nóg eftir og spurning hvort hún muni vera nálægt 200 leikjunum fyrir Ísland þegar ferlinum lýkur.

Glódís er þá tveimur leikjum frá því að verða leikjahæsta landsliðskona Íslands á stórmóti en Sara Björk á líka það met sem eru 13 leikir.

Dagný Brynjarsdóttir gæti jafnað það met Söru ef hún kemur við sögu í leiknum í dag en hún hefur spilað tólf leiki á Evrópumótinu til þessa; Glódís hefur spilað ellefu.

Bæði Dagný og Glódís eru á sínu fjórða Evrópumóti.
Athugasemdir
banner