Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 15:02
Elvar Geir Magnússon
Immobile til Bologna (Staðfest)
Mynd: EPA
Ciro Immobile, fyrrum fyrirliði Lazio, er mættur aftur í ítölsku A-deildina en hann er genginn í raðir Bologna eftir að hafa verið eitt ár hjá Besiktas í Tyrklandi.

Immobile er 35 ára sóknarmaður sem á 57 landsleiki fyrir Ítalíu.

Hann skoraði 19 mörk í öllum keppnum fyrir Besiktas en liðið hafnaði í fjórða sæti.

Bologna er hans fimmta A-deildarlið á Ítalíu en áður var hann hjá Juventus, Genoa, Torino og Lazio.

Immobile er í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn ítölsku A-deildarinnar frá upphafi.


Athugasemdir
banner
banner