Ciro Immobile, fyrrum fyrirliði Lazio, er mættur aftur í ítölsku A-deildina en hann er genginn í raðir Bologna eftir að hafa verið eitt ár hjá Besiktas í Tyrklandi.
Immobile er 35 ára sóknarmaður sem á 57 landsleiki fyrir Ítalíu.
Hann skoraði 19 mörk í öllum keppnum fyrir Besiktas en liðið hafnaði í fjórða sæti.
Immobile er 35 ára sóknarmaður sem á 57 landsleiki fyrir Ítalíu.
Hann skoraði 19 mörk í öllum keppnum fyrir Besiktas en liðið hafnaði í fjórða sæti.
Bologna er hans fimmta A-deildarlið á Ítalíu en áður var hann hjá Juventus, Genoa, Torino og Lazio.
Immobile er í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn ítölsku A-deildarinnar frá upphafi.
The newest member of the Rossoblù family, Ciro Immobile! ????????#WeAreOne pic.twitter.com/2r0RditrcW
— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) July 10, 2025
Athugasemdir