Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 10:34
Elvar Geir Magnússon
Ísland stendur í stað en næstu mótherjar fara niður um þrjú sæti
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er í 74. sæti heimslista FIFA og stendur í stað. Síðan síðasta útgáfa listans var gefin út hefur Ísland leikið tvo leiki. Liðið vann 3-1 sigur á Skotlandi og tapaði 0-1 gegn Norður Írlandi.

Næsta verkefni liðsins er undankeppni HM 2026 sem hefst í september. Ísland mætir þá Aserbaídsjan á Laugardalsvelli og Frakklandi ytra.

Aserbaídsjan er í 122. sæti, fer niður um þrjú sæti, en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Lettlandi og tapaði gegn Ungverjalandi í síðasta glugga.

Frakkland stendur í stað í þriðja sæti en aðeins Spánn og Argentína eru ofar á listanum. Í riðlinum er einnig Úkraína sem er í 26. sæti og fer niður um eitt sæti.


Athugasemdir
banner