Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Lið sem mæta Íslandi þurfa að vera meðvituð um hana"
Icelandair
EM KVK 2025
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfari norska landsliðsins segir alla þá sem spila við Ísland undirbúa sig fyrir það að mæta Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Sveindís hefur ekki alveg fundið sig á Evrópumótinu í Sviss en er samt sem áður gríðarlega hættulegur leikmaður sem spilar mikilvægt hlutverk fyrir Ísland.

Hún býr yfir hraða sem ekki margir aðrir leikmenn búa yfir.

„Annar leikmaður til að minnast á er (Sveindís Jane) Jónsdóttir," sagði Gemma Grainger, þjálfari Noregs, á fréttamannafundi í gær eftir að Tuva Hansen, varnarmaður norska liðsins, hafði talað afar vel um Glódísi Perlu Viggósdóttur, landsliðsfyrirliða.

„Öll lið sem eru að undirbúa sig fyrir að mæta Íslandi þurfa að vera meðvituð um hana."

„Við höfum spilað við þær tvisvar fyrir stuttu og þekkjum þær vel. Þær eru mjög gott lið með mjög góða einstaklinga," sagði Grainger jafnframt.

Leikur Íslands og Noregs fer fram klukkan 19:00 í kvöld.
Athugasemdir
banner