
Gemma Grainger, landsliðsþjálfari Noregs, hefur opinberað byrjunarliðið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld.
Grainger talaði um það á fréttamannafundi í gær að hún treysti öllum hópnum sínum og það gerir hún svo sannarlega miðað við liðsvalið. Stærstu stjörnur liðsins, Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen, eru báðar á bekknum.
Grainger talaði um það á fréttamannafundi í gær að hún treysti öllum hópnum sínum og það gerir hún svo sannarlega miðað við liðsvalið. Stærstu stjörnur liðsins, Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen, eru báðar á bekknum.
Noregur er búið að vinna riðilinn og getur því leyft sér að rótera liðinu aðeins í kvöld. Það eru samt sem áður engir aukvissar sem byrja hjá þeim í kvöld eins og má sjá á félagsliðunum sem leikmennirnir spila fyrir; þarna eru til dæmis þrír leikmenn Manchester United.
Byrjunarlið Noregs:
1. Cecilie Fiskerstrand (m) - Fiorentina
3. Emilie Woldvik - Rosengård
4. Tuva Hansen - Bayern München
6. Maren Mjelde - Everton
8. Vilde Bøe Risa - Atletico Madrid
16. Mathilde Harviken - Juventus
17. Celin Bizet Ildhusøy - Man Utd
18. Frida Maanum - Arsenal
19. Elisabeth Terland - Man Utd
21. Lisa Naalsund - Man Utd
22. Signe Gaupset - Brann
Athugasemdir