Tveir sjónarvottar hafa stigið fram og sagt það rangt hjá spænsku lögreglunni að Diogo Jota hafi keyrt á ofsahraða þegar slysið hörmulega átti sér stað í síðustu viku.
Annar þeirra, portúgalskur vörubílstjóri, tók upp myndskeið af brennandi bílnum sem hefur farið víða og segist hafa reynt að veita aðstoð, en ekkert hafi verið hægt að gera.
Annar þeirra, portúgalskur vörubílstjóri, tók upp myndskeið af brennandi bílnum sem hefur farið víða og segist hafa reynt að veita aðstoð, en ekkert hafi verið hægt að gera.
Jota, sem lék fyrir Liverpool, og bróðir hans, André Silva, létust í bílslysinu. Lamborghini bifreið sem hann ók varð alelda eftir að hafa farið utan vegar. Spænska lögreglan hefur gefið til kynna að ólöglega mikill hraði og dekkjabilun gætu hafa átt þátt í slysinu.
Umferðarsérfræðingar hafa einnig bent á slæmt ástand vegarins sem hugsanlegan orsakaþátt. Umræddur vörubílstjóri gagnrýnir einnig slæmt ástand vegarins og fullyrðir að Jota hafi ekki verið á ofsahraða. Hann segir að bíllinn hafi tekið fram úr sér stuttu fyrir slysið og honum hafi verið ekið á mjög öruggan hátt.
Athugasemdir