
Í dag eru 4376 dagar síðan íslenska kvennalandsliðið vann síðast leik á stórmóti og komst síðast upp úr riðlinum á Evrópumótinu.
Stelpurnar okkar munu í kvöld spila sinn síðasta leik á EM 2025 en liðið er úr leik áður en þær mæta Noregi þar sem þær hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu.
Stelpurnar okkar munu í kvöld spila sinn síðasta leik á EM 2025 en liðið er úr leik áður en þær mæta Noregi þar sem þær hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu.
Ísland hefur aðeins einu sinni komist upp úr riðlinum á EM í fimm tilraunum en það gerðist síðast á EM 2013 þegar Dagný Brynjarsdóttir gerði sigurmarkið gegn Hollandi. Það var jafnframt eini sigurleikur kvennalandsliðsins á EM til þessa.
Sá leikur var 17. júlí árið 2013.
„Þetta var fimmta mótið og það var svo sannarlega kominn tími á það núna að taka eitthvað skref áfram og komast upp úr þessum riðli. Þetta var algjört dauðafæri," sagði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, í EMvarpinu hér á Fótbolta.net á dögunum.
Það er svo sannarlega hægt að taka undir það en Ísland var í riðli með Finnlandi, Noregi og Sviss á þessu móti. Af þessum liðum var Ísland í efsta sæti á styrkleikalista FIFA.
„Mig minnir að það hafi verið Hlynur Bæringsson sem sagði að þegar karlalandsliðið í körfu var að byrja aftur að vaxa áður en þeir komust inn á fyrsta stórmótið að þeir þyrftu að læra að vinna leiki aftur því gæði ein og sér eru ekki nóg. Það þarf ákveðið hugarfar og kulda í kollinum til að draga úrslit yfir línuna. Eins og við höfum séð Noreg gera í þessum tveimur leikjum. Þær kunna það að vinna leiki á þessu sviði sem við augljóslega kunnum ekki," sagði Einar Örn Jónsson.
„Þetta var það sem maður óttaðist fyrir mótið. Þær sögðu að það væru bara fjölmiðlar sem væru að pæla í því að sigrar væru ekki að detta en þetta er sama dæmið sem heldur áfram inn í mótið. Þetta kemur ekki," sagði Edda Sif.
Komandi inn í mótið hafði Ísland aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum sínum. Vissulega voru það leikir gegn sterkum andstæðingum en rætt var um það í þættinum að Ísland er í 14. sæti á heimslista FIFA og ætti því að líta stórt á sig í kvennaboltanum.
Ísland hefur aðeins unnið einn leik á fimm stórmótum og það er klárlega eitthvað sem þarf að skoða. „Þú þarft að læra að vinna," sagði Einar Örn. „Þetta er minn sigur og þessi þarna hinum megin er ekki að fara að taka hann frá mér."
Athugasemdir