
Noregur hefur náð markmiði sínu að komast áfram úr riðlinum á Evrópumótinu í Sviss. Liðið er búið að vinna riðilinn fyrir leik sinn gegn Íslandi í kvöld.
En samt sem áður hefur frammistaða liðsins vakið mikið umtal í heimalandinu og nágrannalöndunum og hefur liðið fengið harða gagnrýni þrátt fyrir góð úrslit.
En samt sem áður hefur frammistaða liðsins vakið mikið umtal í heimalandinu og nágrannalöndunum og hefur liðið fengið harða gagnrýni þrátt fyrir góð úrslit.
Sænskir sérfræðingar hafa gagnrýnt liðið mikið. „Norska liðið er eins lélegt og það var á EM 2022," skrifaði Frida Olsson hjá Expressen en Noregur féll úr leik í riðlakeppninni 2022 og tapaði meðal annars 8-0 gegn Englandi.
„Hversu lélegt getur þetta norska lið verið en samt unnið?" spurði Hanna Marklund hjá SVT eftir sigur liðsins gegn Finnlandi.
Hjá breska ríkisútvarpinu var frammistaðan líka gagnrýnd. Fyrrum skoska landsliðskonan Rachel Corsie sagði hana til skammar. „Þetta er Evrópumótið. Það er að gerast of oft að þær eru bara að labba um," sagði Corsie en samt vann Noregur sinn leik.
Frammistaða norska liðsins hefur einnig verið gagnrýnd heima fyrir en leikmenn liðsins skilja þetta ekki alveg.
„Mér finnst það áhugavert að við séum gagnrýndar svona mikið þegar við erum komnar áfram úr riðlinum, sem er eitthvað sem við höfum ekki gert lengi," segir markvörðurinn Cecilie Fiskerstrand við Verdens Gang en hún er sá markvörður sem hefur varið flest skot á mótinu.
Ada Hegerberg, fyrirliði liðsins, tekur undir þetta. „Okkar starf er að vinna leiki, við erum með tvo sigra og komnar áfram í 8-liða úrslitin. Það er það sem við einbeitum okkur að."
Athugasemdir