Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Vestraborðinn fær að njóta sín í stúkunni
Icelandair
EM KVK 2025
Þarna má sjá glitta í fánann.
Þarna má sjá glitta í fánann.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Núna var að hefjast leikur Íslands og Noregs í kvöldsólinni í Thun í Sviss.

Þetta er síðasti leikur Íslands á Evrópumótinu 2025 en það er vonandi að stelpurnar okkar nái að klára mótið með sigri gegn Norðmönnum.

Íslensku stuðningsmennirnir eru í meirihluta í stúkunni jafnvel þó svo að liðið sé fallið úr leik. Það er athyglisvert að við stúkuna má sjá glitta í borða með merki Vestra á.

Í liði Íslands er einn Vestfirðingur, Guðrún Arnardóttir, og líklegt er að fjölskylda hennar hafi komið með þennan borða.

Það er 22 manna hópur sem fylgir Guðrúnu á mótinu og styður þétt við bakið á henni.
Athugasemdir
banner