
Landsliðskonan Amanda Andradóttir er á sínu öðru Evrópumóti með Íslandi.
Hún hefur hins vegar ekki enn komið við sögu á EM í Sviss sem er núna í gangi; hefur verið ónotaður varamaður í báðum leikjum Íslands til þessa.
Hún hefur hins vegar ekki enn komið við sögu á EM í Sviss sem er núna í gangi; hefur verið ónotaður varamaður í báðum leikjum Íslands til þessa.
Amanda hefði líka getað spilað fyrir norska landsliðið sem mætir því íslenska á EM í kvöld. Hún á ættir að rekja til Noregs og hefur spilað þar í landi, en hún valdi frekar að spila fyrir Ísland.
Gemma Grainger, landsliðsþjálfari Noregs, var spurð út í Amöndu á fréttamannafundi í gær. Hefði hún getað verið framtíðarleikmaður fyrir Noreg?.
„Ég er viss um að hún hefði getað það," sagði Grainger.
„Ég veit vel hvaða leikmann þú ert að tala um en ég veit ekki alveg söguna á bak við þetta. Það eru margir leikmenn sem geta spilað fyrir mismunandi lönd og þannig er það."
Amanda spilaði fyrir yngri landslið Noregs áður en hún valdi að spila fyrir Ísland. Hún hefur fest sæti sitt í íslenska landsliðshópnum en ekki verið í mjög stóru hlutverki í liðinu.
Athugasemdir