banner
   mán 10. ágúst 2020 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin - Byrjunarlið: De Gea á bekknum
Sergio Romero er í markinu
Sergio Romero er í markinu
Mynd: Getty Images
8-liða úrslit Evrópudeildarinnar byrja í kvöld en Manchester United mætir FCK á meðan Inter og Bayer Leverkusen eigast við. Spilað er um sæti í undanúrslitunum en leikirnir hefjast klukkan 19:00.

Ole Gunnar Solskjær gerir sex breytingar á liði United. Paul Pogba, Bruno Fernandes, Anthony Martial, Mason Greenwood, Aaron Wan-Bissaka og Marcus Rashford koma inn í liðið.

David De Gea er á bekknum hjá United og fær Sergio Romero aftur tækifæri til að spreyta sig en hann átti góðan leik gegn LASK Linz í 16-liða úrslitunum.

Ragnar Sigurðsson er ekki með FCK vegna meiðsla. Baðir leikir kvöldsins fara fram í Þýskalandi en úrslitakeppnin er spiluð þar og leika liðin aðeins einn leik. Sigurvegarar kvöldsins fara því beint í undanúrslitin.

Byrjunarlið Man Utd gegn FCK: Romero; Wan-Bissaka, Bailly, Maguire, Williams; Pogba, Fred; Greenwood, Fernandes, Rashford; Martial.

Byrjunarlið FCK: Johnsson, Varela, Nelsson, Bjelland, Boilesen, Zeca, Stage, Pep Biel, Wind, Falk, Daramy.



Byrjunarlið Inter: Handanovic, Godin, De Vrij, Baston, D'Ambrosio, Barella, Brozovic, Gagliardini, Young, Lukaku, Lautaro.

Byrjunarlið Leverkusen: Hradecky, Sven Bender, Tapsoba, Sinkgraven, Baumgartlinger, Lars Bender, Palacios, Demirbay, Diaby, Havertz, Volland.

Athugasemdir
banner
banner