Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. ágúst 2020 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Markvörður FCK var magnaður
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, er ánægður með að vera kominn í undanúrslit Evrópudeildarinnar en liðið vann FCK 1-0 í framlengingu í Köln í kvöld.

United átti urmul af færum gegn United en Karl-Johan Johnsson, markvörður FCK, varði frábærlega og hélt danska liðinu inn í leiknum, en hann gat þó ekki komið í veg fyrir vítaspyrnu Bruno Fernandes í fyrri hluta framlengingar.

Johnsson varði þrettán skot í leiknum og hrósaði Solskjær honum sérstaklega eftir leikinn.

„Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu þar sem við komumst í undanúrslit, þannig við erum í skýjunum með þetta. Við áttum þetta skilið en markvörður FCK var magnaður og svo áttum við skot í stöng í nokkur skipti," sagði Solskjær.

„Þetta hefði getað endað með vítaspyrnukeppni. Við þurftum að komast fyrir skot, verjast vel og þeir gerðu okkur erfitt fyrir og voru með öfluga nálgun. Ég vissi að það yrði erfitt að brjóta þá niður svo við urðum að vera þolinmóðir. Við vissum að við myndum fá færi því sóknarmennirnir okkar skapa alltaf færi."

„Nú er það Wolves eða Sevilla. Þetta eru tvö góð lið, svo mér er alveg sama hvaða liði við mætum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner