Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. ágúst 2022 15:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Tristan þakkar fyrir sig - Arbeloa spáir mikilli velgengni
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Mynd: Real Madrid
Daníel Tristan Guðjohnsen hefur formlega sagt skilið við Real Madrid. Hann þakkar fyrir sig með færslu á samfélagsmiðlinum Instargam.

Daníel Tristan er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnheiðar Sveinsdóttur, en hann er fæddur árið 2006.

Hann er uppalinn á Spáni og spilaði með unglingaliði Barcelona áður en hann færði sig yfir til Real Madrid fyrir fjórum árum. Hann þykir gríðarlega efnilegur og hefur hann staðið sig vel í akademíu Madrídarstórveldisins.

„Gangi þér vel, Daníel. Ég hef notið þess að horfa á þig spila og keppa á hverjum degi. Það eru stórir hlutir við sjóndeildarhringinn hjá þér," skrifar Alvaro Arbeloa, fyrrum varnarmaður Liverpool og Real Madrid, við færslu Daníels. Arbeloa þjálfaði íslenska unglingalandsliðsmanninn í Madríd.

Daníel á að baki sjö landsleiki fyrir U16 og U17 ára landslið Íslands og gert eitt mark.

Það þykir líklegt að næsti áfangastaður hans verði Svíþjóð og hefur hann verið sterklega orðaður við Malmö sem er sigursælasta félagið þar í landi.

Hér fyrir neðan má sjá færslu Daníels.


Athugasemdir
banner
banner