Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 10. ágúst 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Man Utd þarf 35 milljónir til að kaupa Gakpo
Hinn 23 ára Gakpo er hægra megin á myndinni með Marco van Ginkel við hliðina á sér. Gakpo skoraði 21 mark og gaf 15 stoðsendingar í 47 leikjum á síðustu leiktíð.
Hinn 23 ára Gakpo er hægra megin á myndinni með Marco van Ginkel við hliðina á sér. Gakpo skoraði 21 mark og gaf 15 stoðsendingar í 47 leikjum á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA

Sky Sports hefur bæst við hóp þeirra fréttamiðla sem greina frá því að Manchester United ætli að beina spjótum sínum að Cody Gakpo, framherja PSV Eindhoven, í leit sinni að nýjum sóknarmanni.


Gakpo er vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig leikið á hægri kanti eða í fremstu víglínu, líkt og Anthony Martial. Erik ten Hag þekkir Gakpo eftir að hafa mætt honum í hollenska boltanum og hefur sett hann efst á óskalistann þegar rúmir 20 sólarhringar eru eftir af félagaskiptaglugganum.

Martial er að glíma við meiðsli og virðist Cristiano Ronaldo vilja yfirgefa Man Utd til að spila í Meistaradeildinni. Gakpo gæti því leyst ýmis vandræði í sóknarleik Rauðu djöflanna.

Ten Hag reyndi að krækja í Antony stærsta hluta sumars en sú tilraun misheppnaðist. Hann reyndi næst við Benjamin Sesko án árangurs og loks Marko Arnautovic. 

Sky greinir frá því að Man Utd þarf minnst 35 milljónir punda til að kaupa Gakpo frá PSV en stórveldi á borð við FC Bayern og Barcelona hafa verið orðuð við hann í fortíðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner