Enski varnarmaðurinn Aaron Wan Bissaka er á leið í West Ham United. Fabrizio Romano greinir frá og hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn á skiptin.
Wan Bissaka er sagður fara í læknisskoður hjá West Ham á sunnudaginn og verður tilbúinn fyrir fyrsta leik West Ham í ensku úrvalsdeildinni gegn Aston Villa eftir akkúrat viku í dag.
Talið er að West Ham United og Manchester United hafi komist að samkomulagi um 15 milljónir punda fyrir bakvörðinn. Mazraoui er sagður vera á leið núna til Manchester United frá Bayern Munchen og verður arftaki Wan Bissaka í United liðinu.
Wan Bissaka kom til Manchester United sumarið 2019 og hefur spilað 190 leiki fyrir Rauðu Djöflana og skorað tvö mörk í öllum keppnum. Hann var áður að mála hjá Crystal Palace. Á seinustu leiktíð lék hann 22 deildarleiki fyrir United.
?????? Aaron Wan-Bissaka to West Ham, here we go! Verbal agreement in place for right back to join #WHUFC from Man United as planned.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2024
Understand medical tests already booked on Sunday for AWB! ????
Fee will be £15m. Man United authorized AWB to travel… Mazraoui, joining soon. pic.twitter.com/3tkpbPHBHm