Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 10. september 2020 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron skoraði í stórsigri og Ísak Bergmann lagði upp
Aron skoraði.
Aron skoraði.
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson var á skotskónum fyrir Hammarby þegar liðið burstaði Gautaborg á útivelli.

Aron kom Hammarby á bragðið í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 að honum loknum. Í seinni hálfleiknum skoraði Muamer Tankovic þrennu og lokatölur 4-0.

Hammarby er í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir 19 leiki.

Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp mark fyrir Norrköping í 2-2 jafntefli við Östersund. Hinn 17 ára gamli Ísak hefur átt frábært tímabil fyrir Norrköping sem er í fimmta sæti með 29 stig.

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Malmö sem tapaði 3-2 fyrir Örebro. Malmö er á toppnum með 39 stig.

Patrik á bekknum í fyrsta leik
U21 landsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson gekk á dögunum í raðir Viborg á láni frá Brentford á Englandi. Viborg er í dönsku 1. deildinni og hóf í dag nýtt tímabil með 1-1 jafntefli við Hobro. Patrik var á bekknum en markvörður Viborg gerði stór mistök í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner