Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. september 2020 16:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael ekki í hóp hjá dönsku meisturunum - Á förum?
Mikael á landsliðsæfingu á dögunum.
Mikael á landsliðsæfingu á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Mikael Neville Anderson verður ekki í leikmannahópi Midtjylland þegar liðið hefur titilvörn sína í dönsku úrvalsdeildinni á morgun gegn SönderjyskE.

Mikael, sem er 22 ára, spilaði stórt hlutverk þegar Midtjylland varð meistari á síðasta tímabili.

Orri Rafn Sigurðarson, íþróttalýsandi á Viaplay, segir að Mikael geti farið frá Midtjylland fyrir 5. október næstkomandi og það sé áhugi á honum frá félögum í Evrópu.

Mikael á sex A-landsleiki að baki fyrir Ísland.

Hann hefur allan sinn feril spilað í Danmörku, fyrir utan eitt tímabil hjá Excelsior í Hollandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner