Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 10. september 2020 09:17
Magnús Már Einarsson
Viðræður Man Utd um Sancho þokast áfram
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur færst skrefi nær því að fá Jadon Sancho í sínar raðir frá Borussia Dortmund en Sky Sports greinir frá þessu í dag.

Dortmund hefur sagt að hinn tvítugi Sancho verði ekki seldur í sumar en það er þó ennþá möguleiki.

Sagt er að Manchester United sé búið að ná samkomulagi við Sancho um kaup og kjör sem og greiðslur um umboðsmenn.

Undanfarin sólarhring hafa hjólin verið að snúast og möguleiki er á að félagaskiptin muni ganga í gegn í þessum félagaskiptaglugga.

Ljóst er þó að United þarf að borga háa upphæð ef verður af félagaskiptunum en hann er metinn á 108 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner