Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. september 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Brasilía áfram með fullt hús
Brasilía og Argentína áttu að mætast í toppslag en heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu stöðvuðu leikinn.
Brasilía og Argentína áttu að mætast í toppslag en heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu stöðvuðu leikinn.
Mynd: EPA
Brasilía er áfram á fleygiferð í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM. Stórveldið er með fullt hús stiga eftir að áttundi sigurinn í röð kom í nótt, gegn Perú.

Éverton Ribeiro skoraði snemma leiks og tvöfaldaði Neymar forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Meira var ekki skorað og þægilegur 2-0 sigur staðreynd.

Argentína er í öðru sæti eftir góðan sigur gegn Bólivíu þar sem Lionel Messi skoraði öll þrjú mörk leiksins.

Úrúgvæ, Ekvador og Kólumbía koma í næstu sætum fyrir neðan eftir leiki dagsins en Úrúgvæ lagði Ekvador að velli í naumri innbyrðisviðureign.

Kólumbía er í fimmta sæti sem stendur, tveimur stigum fyrir ofan Paragvæ sem lagði Venesúela að velli í gærkvöldi. Fimmta sæti er umspilssæti við lið úr Eyjaálfu um laust sæti á HM.

Brasilía 2 - 0 Perú
1-0 Everton Ribeiro ('15)
2-0 Neymar ('40)

Argentína 3 - 0 Bólivía
1-0 Lionel Messi ('14)
2-0 Lionel Messi ('64)
3-0 Lionel Messi ('88)

Kólumbía 3 - 1 Síle
1-0 Miguel Borja ('19)
2-0 Miguel Borja ('20)
2-1 Jean Meneses ('56)
3-1 Luis Diaz ('74)

Úrúgvæ 1 - 0 Ekvador
1-0 Gaston Pereiro ('92)

Paragvæ 2 - 1 Venesúela
1-0 H. Martinez ('7)
2-0 Kaku ('46)
2-1 J. Chancellor ('90)
Athugasemdir
banner
banner