Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. september 2022 13:20
Aksentije Milisic
Hazard byrjar á morgun - Í fyrsta sinn síðan í janúar
Carlo gefur Hazard tækifærið.
Carlo gefur Hazard tækifærið.
Mynd: EPA

Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, átti góða innkomu í leik liðsins gegn Celtic í Meistaradeild Evrópu í miðri viku.


Hann kom þá inn eftir um hálftíma leik en Karim Benzema, sóknarmaður Real, hafði þá meiðst og verður Frakkinn frá í um þrjár vikur.

Hazard stóð sig vel og sýndi gamla takta en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-0 sigri Real í Skotlandi.

Hazard hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Real Madrid en leikmaðurinn hefur átt við mikil meiðsli að stríða og hefur hann aldrei náð almennilegum takti í sinn leik.

Það gæti verið að breytast en Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, staðfesti það að Hazard muni vera í byrjunarliðinu gegn Mallorca á morgun en liðin mætast í spænsku úrvalsdeildinni.

Þetta er þá í fyrsta skiptið sem Hazard er í byrjunarliði Real Madrid síðan í janúar á þessu ári.

Gott tækifæri fyrir Hazard til að stimpla sig vel inn í liðið hjá Real á næstunni en Evrópumeistararnir hafa farið frábærlega af stað á tímabilinu og hefur liðið unnið alla sína leiki til þessa.


Athugasemdir
banner
banner