Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   þri 10. september 2024 00:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Icelandair
Mynd: EPA

Fótbolti.net ræddi við Stefán Teit Þórðarson eftir leik Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni ytra í kvöld.

Það var gríðarlega mikil stemning að venju hjá tyrknesku stuðningsmönnunum.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Ég er að njóta þess að spila fótbolta núna og að spila í svona aðstæðum er frábært og lyftir manni upp á hærra plan. Strákarnir sem höfðu spilað hérna áður voru búnir að segja okkur frá þessu," sagði Stefán Teitur.

„Um leið og við fáum boltann er byrjaðað baula og þegar við skorum er kastað kveikjara í áttina að okkur. Þetta er menningin og mér finnst það snilld, algjör ástríða fyrir fótboltanum, eitthvað sem margir geta lært af."

Ísland byrjaði ansi illa í leiknum en vann sig inn í hann og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks.

„Eftir það fannst mér við koma okkur í fínar stöður og gott mark uppúr föstu leikatriði aftur sem við viljum vera bestir í en við náðum ekki að nýta þessar stöður sem við komumst í eftir að hafa spilað út úr fyrstu pressu. Það er eitthvað sem við verðum að laga til að ná í stig gegn liði eins og Tyrklandi."


Athugasemdir
banner