Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   þri 10. september 2024 00:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Icelandair
Mynd: EPA

Fótbolti.net ræddi við Stefán Teit Þórðarson eftir leik Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni ytra í kvöld.

Það var gríðarlega mikil stemning að venju hjá tyrknesku stuðningsmönnunum.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Ég er að njóta þess að spila fótbolta núna og að spila í svona aðstæðum er frábært og lyftir manni upp á hærra plan. Strákarnir sem höfðu spilað hérna áður voru búnir að segja okkur frá þessu," sagði Stefán Teitur.

„Um leið og við fáum boltann er byrjaðað baula og þegar við skorum er kastað kveikjara í áttina að okkur. Þetta er menningin og mér finnst það snilld, algjör ástríða fyrir fótboltanum, eitthvað sem margir geta lært af."

Ísland byrjaði ansi illa í leiknum en vann sig inn í hann og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks.

„Eftir það fannst mér við koma okkur í fínar stöður og gott mark uppúr föstu leikatriði aftur sem við viljum vera bestir í en við náðum ekki að nýta þessar stöður sem við komumst í eftir að hafa spilað út úr fyrstu pressu. Það er eitthvað sem við verðum að laga til að ná í stig gegn liði eins og Tyrklandi."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner