Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   þri 10. september 2024 00:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Icelandair
Mynd: EPA

Fótbolti.net ræddi við Stefán Teit Þórðarson eftir leik Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni ytra í kvöld.

Það var gríðarlega mikil stemning að venju hjá tyrknesku stuðningsmönnunum.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Ég er að njóta þess að spila fótbolta núna og að spila í svona aðstæðum er frábært og lyftir manni upp á hærra plan. Strákarnir sem höfðu spilað hérna áður voru búnir að segja okkur frá þessu," sagði Stefán Teitur.

„Um leið og við fáum boltann er byrjaðað baula og þegar við skorum er kastað kveikjara í áttina að okkur. Þetta er menningin og mér finnst það snilld, algjör ástríða fyrir fótboltanum, eitthvað sem margir geta lært af."

Ísland byrjaði ansi illa í leiknum en vann sig inn í hann og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks.

„Eftir það fannst mér við koma okkur í fínar stöður og gott mark uppúr föstu leikatriði aftur sem við viljum vera bestir í en við náðum ekki að nýta þessar stöður sem við komumst í eftir að hafa spilað út úr fyrstu pressu. Það er eitthvað sem við verðum að laga til að ná í stig gegn liði eins og Tyrklandi."


Athugasemdir
banner
banner