Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   þri 10. september 2024 00:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Icelandair
Mynd: EPA

Fótbolti.net ræddi við Stefán Teit Þórðarson eftir leik Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni ytra í kvöld.

Það var gríðarlega mikil stemning að venju hjá tyrknesku stuðningsmönnunum.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Ég er að njóta þess að spila fótbolta núna og að spila í svona aðstæðum er frábært og lyftir manni upp á hærra plan. Strákarnir sem höfðu spilað hérna áður voru búnir að segja okkur frá þessu," sagði Stefán Teitur.

„Um leið og við fáum boltann er byrjaðað baula og þegar við skorum er kastað kveikjara í áttina að okkur. Þetta er menningin og mér finnst það snilld, algjör ástríða fyrir fótboltanum, eitthvað sem margir geta lært af."

Ísland byrjaði ansi illa í leiknum en vann sig inn í hann og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks.

„Eftir það fannst mér við koma okkur í fínar stöður og gott mark uppúr föstu leikatriði aftur sem við viljum vera bestir í en við náðum ekki að nýta þessar stöður sem við komumst í eftir að hafa spilað út úr fyrstu pressu. Það er eitthvað sem við verðum að laga til að ná í stig gegn liði eins og Tyrklandi."


Athugasemdir
banner