Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   þri 10. september 2024 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo býst við að Mbappé og Bellingham berjist um Ballon d'Or í framtíðinni
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru loksins hættir að einoka Ballon d'Or verðlaunin frægu og það eru margir öflugir fótboltamenn sem gætu reynt að taka stöðuna á toppi fótboltaheimsins.

Cristiano Ronaldo var spurður hver hann taldi að væri líklegastur til að hreppa Ballon d'Or verðlaunin á næstu árum og nefndi fjóra leikmenn. Rio Ferdinand var á svæðinu og bætti einu nafni við.

„Kylian Mbappé getur unnið Ballon d'Or strax á næstu árum! Líka Erling Haaland og Jude Bellingham," sagði Ronaldo, en tveir af þessum þremur leikmönnum eru hjá Real Madrid.

Ferdinand skarst þá inn í leikinn og bætti Vinicius við listann, áður en Ronaldo taldi upp Lamine Yamal, bráðefnilegan kantmann Barcelona og spænska landsliðsins.

Búist er við að Rodri eða Vinicius Juniuor hreppi Ballon d'Or verðlaunin í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner